Landsnet fær 9 milljarða lán

Þetta er í fyrsta skipti sem Landsnet fær lán hjá …
Þetta er í fyrsta skipti sem Landsnet fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum. Ljósmynd/Aðsend

Evr­ópski fjár­fest­inga­bank­inn ætl­ar að lána Landsneti 9 millj­arða ís­lenska króna til upp­bygg­ing­ar nýrr­ar kyn­slóðar byggðalínu. 

Lánið er nýtt til end­ur­nýj­un­ar á byggðalín­unni en nú þegar hafa tvær lín­ur verið tekn­ar í rekst­ur  í nýrri kyn­slóð byggðalín­unn­ar, Kröflu­lína 3 og Hólasands­lína 3.

„Orku­skipt­in kalla á bæði gott aðgengi og ör­ugga af­hend­ingu raf­magns. Báðar hafa þær nú þegar sýnt fram á mik­il­vægi sitt með auknu af­hend­ingarör­yggi og aðgengi að raf­magni á Norður-  og Aust­ur­landi. Dæmi um þetta er Ak­ur­eyri sem hef­ur nú aðgengi að raf­magni til að mæta orku­skipt­un­um og auk­inni upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Guðlaug Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála, seg­ir spenn­andi tíma framund­an í orku­mál­um á Íslandi.  „All­ar okk­ar áhersl­ur miða að því að skapa sam­fé­lag­inu og viðskipta­vin­um okk­ar virði með tryggu af­hend­ingarör­yggi, hag­kvæm­um rekstri flutn­ings­kerf­is­ins og há­mörk­un nýt­ing­ar á raf­orku," seg­ir Guðlaug í til­kynn­ingu.

„Við erum mjög ánægð með að Evr­ópski fjár­fest­ing­ar­bank­inn var til­bú­inn að fara í þessa veg­ferð með okk­ur og veita okk­ur lán fyr­ir nýju lín­un­um okk­ar á Norð - Aust­ur­landi. Þær hafa þegar sýnt fram á mik­il­vægi sitt þegar kem­ur að af­hend­ingarör­yggi í óveðrum vetr­ar­ins og í auknu aðgengi svæðis­ins að raf­magni. Við höf­um vænt­ing­ar um frek­ara sam­starf þegar kem­ur að styrk­ingu flutn­ings­kerf­is­ins til þess að stuðla að orku­skipt­um en þar erum við hjá Landsneti í lyk­il­hlut­verki,“ seg­ir Guðlaug. 

Fjármagnið verður meðal annars notað til bæta raforkuflutning á norðaustur- …
Fjár­magnið verður meðal ann­ars notað til bæta raf­orku­flutn­ing á norðaust­ur- og aust­ur­hluta lands­ins. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Thom­as Östros, fram­kvæmda­stjóri hjá Evr­ópska fjár­fest­ing­ar­bank­an­um, bæt­ir við: „Á tím­um lofts­lags­breyt­inga eru orku­skipti mik­il­væg um all­an heim. Við erum afar ánægð með að styðja Landsnet á þeirri veg­ferð að viðhalda af­hend­ingarör­yggi og bæta aðgengi að grænni orku um allt Ísland í sam­ræmi við það hlut­verk Evr­ópska fjár­fest­ing­ar­bank­ans að vera lofts­lags­banki Evr­ópu. Við höf­um áður stutt við fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legr­ar orku í land­inu og það að tryggja að græn orka sé fá­an­leg alls staðar er ekki aðeins gott fyr­ir heima­menn held­ur opn­ar jafn­framt á viðskipta­mögu­leika.“

Lucie Samcová – Hall Allen, sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, bæt­ir einnig við: „ESB hef­ur skuld­bundið sig til þess að styðja við græn orku­skipti um heim all­an sem og að tryggja sam­starfsaðilum okk­ar aukið aðgengi að ör­ugg­um, hag­kvæm­um og sjálf­bær­um orku­gjöf­um. Þetta er því full­komið dæmi um verk­efni sem ESB vill fjár­festa í. Við erum afar stolt af langvar­andi sam­starfi okk­ar og Íslands, lands sem hef­ur árum sam­an verið í far­ar­broddi á sviði sjálf­bærr­ar orku. Trú okk­ar á ís­lenska græna orku­geir­ann end­ur­spegl­ast í tæp­lega eins millj­arðs evra fjár­mögn­un Evr­ópska fjár­fest­ing­ar­bank­ans sem veitt hef­ur verið til ís­lenskra verk­efna tengd­um orku frá ár­inu 2000,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK