Slysavarnafélagið Landsbjörg og Eimskip taka nú höndum saman og leggja aukna áherslu á slysavarnaverkefnið „Örugg á ferðinni“. Samstarfið felst ekki einungis í slysavarnaverkefninu en Landsbjörg og Eimskip undirrituðu einnig samning sem gerði Eimskip að einum helsta styrktaraðila slysavarnafélagsins.
Eimskip mun sérstaklega styðja Landsbjörg í björgunaraðgerðum á landi og sjó. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Sérstök athygli verður vakin á slysavarnaverkefninu „Örugg á ferðinni“ en verkefnið snýr að samgönguöryggi og aukinni hjálmanotkun.
Haft er eftir framkvæmdastjóra Landsbjargar þar sem hann segist fagna ómetanlegum stuðningi Eimskipa.