Nýsköpun var mikilvægasta covid-aðgerðin

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Árni Sigurjónsson, formaður samtakanna, eru …
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Árni Sigurjónsson, formaður samtakanna, eru gestir Stefáns Einars í Dagmálum að þessu sinni. Hallur Már

Heil­brigt reglu­verk og stuðning­ur við ný­sköp­un og þróun var að lík­ind­um mik­il­væg­asta fram­lag stjórn­valda í viðspyrn­unni gegn áhrif­um af kór­ónu­veirunni. Þetta er mat
for­svars­manna Sam­taka iðnaðar­ins.

„2018 og 2020 voru mjög stór skref stig­in í að auka þessa hvata og við sjá­um það í töl­un­um að fjár­fest­ing í rann­sókn­um og þróun jókst sam­stund­is. Á Iðnþingi feng­um við að heyra sög­ur frá Control­ant um að þessi aðgerð sem ráðist var í á upp­hafst­dög­um covid hefði al­gjör­lega gert gæfumun­inn fyr­ir það fyr­ir­tæki. Control­ant er að verða eitt stærsta út­flutn­ings­fyr­ir­tæki lands­ins á næstu árum ef áætlan­ir ganga eft­ir og það óx mjög í covid.“

Þetta seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, í viðtali í nýj­asta þætti Dag­mála þar sem hann ræðir, ásamt Árna Sig­ur­jóns­syni, for­manni sam­tak­anna, um þær áskor­an­ir sem ís­lensk­ur iðnaður stend­ur frammi fyr­ir þessi dægrin.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK