Reiðubúinn að veita Credit Suisse lausafé

Merki bankans á byggingu hans í Genf í Sviss í …
Merki bankans á byggingu hans í Genf í Sviss í dag. AFP

Svissneski seðlabankinn kveðst reiðubúinn til að bæta lausafjárstöðu bankans Credit Suisse, reynist hann þurfa þess. Þetta segir í yfirlýsingu sem seðlabankinn gaf út rétt í þessu.

Þar er einnig tekið fram að Credit Suisse uppfylli þegar eiginfjár- og lausafjárkröfur yfirvalda, sem gerðar eru gagnvart kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum.

Gengi bréfanna hrundi í dag

Fyrr í kvöld var greint frá því að Cred­it Suis­se hef­ði biðlað til seðlabanka Sviss að lýsa opinberlega yfir stuðningi við bankann.

Bank­inn, sem þegar var viðriðinn ýmis hneykslis­mál áður en bank­ar vest­an­hafs tóku að falla, fékk slæma út­reið á hluta­bréfa­markaðnum í dag eft­ir að ljóst varð að stærsti hlut­haf­inn, Saudi Nati­onal Bank, úti­lokaði að leggja til hans meira fé.

Gengi hluta­bréfa í Cred­it Suis­se hrundi um allt að 30% í dag en þegar markaðir í Evr­ópu lokuðu nú síðdeg­is nam geng­is­fallið rúm­lega 24%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK