Spá 0,75 prósentustiga vaxtahækkun Seðlabankans

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, en hann er höfundur spár …
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, en hann er höfundur spár greiningardeildarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Grein­ing­ar­deild Íslands­banka spá­ir 0,75 pró­sentu­stiga hækk­un stýri­vaxta í næstu viku þegar pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans kynn­ir næstu vaxta­ákvörðun sína. Gangi það eft­ir verða stýri­vext­ir bank­ans komn­ir upp í 7,25%, en það er það hæsta sem þeir hafa verið í síðan um mitt ár 2010.

Tel­ur grein­ing­ar­deild­in að þrálát verðbólga og verri verðbólgu­horf­ur en Seðlabank­inn vænti við síðustu vaxta­ákvörðun verði efst á blaði, en styrk­ing krón­unn­ar og stöðugra íbúðaverð gætu held­ur dregið úr vilja til vaxta­hækk­un­ar.

Grein­ing­ar­deild­in tel­ur að stýri­vext­ir muni lík­lega ná há­marki í að minnsta kosti 7,5% um mitt ár og tel­ur lík­ur á vaxta­lækk­un á þessu ári hafa minnkað.

Við kom­andi vaxta­ákvörðun tel­ur grein­ing­ar­deild­in að pen­inga­stefnu­nefnd­in muni ræða vaxta­hækk­un á bil­inu 0,5 upp í 1 pró­sentu­stig og að ekki sé úti­lokað að nefnd­in fari í annað hvort neðri eða efri mörk­in.

All­ir nefnd­ar­menn í pen­inga­stefnu­nefnd studdu síðustu til­lögu Ásgeirs Jóns­son­ar seðlabanka­stjóra um 0,5 pró­sentu­stiga hækk­un, en einn meðlima nefnd­ar­inn­ar, Her­dís Stein­gríms­dótt­ir, hefði þó frem­ur kosið 0,75 pró­senta hækk­un.

Taldi nefnd­in þá að lík­lega þyrfti að auka aðhald pen­inga­stefn­unn­ar enn frek­ar á næst­unni, en fram­sýn henn­ar var óvenju stutt­orð:  „Pen­inga­stefnu­nefnd tel­ur lík­legt að auka þurfi aðhaldið enn frek­ar á næst­unni til þess að verðbólga hjaðni í mark­mið inn­an ásætt­an­legs tíma.“

Frá þess­um tíma hef­ur ým­is­legt að mati grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar þró­ast til held­ur verri veg­ar hvað verðbólgu­horf­ur varðar. Því sé nú þörf á meira vaxtaaðhaldi en áður var talið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK