Spáir minnst 0,5% vaxtahækkun

Seðlabank­inn mun hækka meg­in­vexti um 0,5% eft­ir viku og með því bregðast við þrálátri verðbólgu. Órói ytra er áhyggju­efni.

Þetta er mat Yngva Harðar­son­ar, hag­fræðings og fram­kvæmda­stjóra Ana­lytica, sem tel­ur jafn­framt að órói í banda­rísku fjár­mála­lífi kunni að hafa efna­hags­leg áhrif í Evr­ópu.

Seðlabank­inn hef­ur frá því í maí 2021 hækkað vexti úr 0,75% í 6,5%, í sam­tals ell­efu hækk­un­um, og fara vext­irn­ir í 7% næsta miðviku­dag, ef spá Yngva geng­ur eft­ir. Það minnk­ar bilið milli meg­in­vaxta og verðbólgu en eft­ir að nú­ver­andi vaxta­hækk­un­ar­ferli hófst hef­ur það mest orðið 5,15% í júlí í fyrra.

Yngvi Harðarson.
Yngvi Harðar­son.

Á al­mennt við í góðæri

Yngvi seg­ir að al­mennt hvetji nei­kvæðir raun­vext­ir Seðlabank­ann til að hækka vexti í góðæri. Það eigi við um þess­ar mund­ir enda hafi mælst kröft­ug­ur hag­vöxt­ur í fyrra.

Þá beri að hafa í huga að Seðlabank­inn horfi við vaxta­ákv­arðanir fram á veg og taki verðbólgu­horf­ur og vænta raun­stýri­vexti til greina, þegar hann ákveði vext­ina. Verðbólga sé nú yfir 10% og út­lit fyr­ir að hún verði yfir 9% næstu þrjá mánuði, eða fram á mitt þetta ár, og raun­stýri­vext­ir því áfram nei­kvæðir.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK