Stundin skiptir um nafn - ný stjórn skipuð

Ingibjörg Kjartansdóttir ritstjóri og Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri.
Ingibjörg Kjartansdóttir ritstjóri og Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri. Ljósmyndari/Heiða Helgadóttir

Útgáfufélagið Stundin hefur skipt um nafn og heitir nú Sameinaða útgáfufélagið ehf., samkvæmt skráningu hjá fyrirtækjaskrá Skattsins. Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórn félagsins. Birna Anna Björnsdóttir, Hjálmar Gíslason, Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðbjartur Örn Gunnarsson koma ný inn í stjórn félagsins en úr stjórn fara Jón Ingi Stefánsson og Snæbjörn Björnsson. Elín Guðrún Ragnarsdóttir (stjórnarformaður) og Heiða B. Heiðarsdóttir sitja áfram í stjórn.

Unnið hefur verið að samruna Stundarinnar og vefsíðunnar Kjarnans undir nafni Heimildarinnar, sem hefur komið út hálfsmánaðarlega á pappír frá áramótum ásamt því að halda úti samnefndri vefsíðu.

Eignarhald óvíst

Ekki hefur verið gefið upp hvernig eignarhaldi hins sameiginlega félags er háttað. Stundin er að mestu í eigu starfsmanna en Kjarninn er að hluta til í eigu starfsmanna og nokkurra auðmanna. Þannig á HG80 ehf., félag í eigu Hjálmars Gíslasonar, rúmlega 18% hlut líkt og Miðeind ehf., félag í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar. Þá á Vogabakki ehf., félag í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, um 5% hlut. Kjarninn hefur verið rekinn með tapi frá stofnun árið 2013, en á þeim tíma nemur tap vefsíðunnar tæpum 70 milljónum króna. Rekstur Stundarinnar hefur verið stöðugri, en frá stofnun félagsins árið 2015 nemur hagnaður þess rétt rúmri milljón króna.

Samkvæmt upplýsingum frá fjölmiðlanefnd hafa stofnuninni ekki borist upplýsingar um skráningu félagsins, sem þó hefur miðlað efni í tvo mánuði. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna félaganna tveggja eftir að hafa veitt þeim undanþágu til að hefja samstarf.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK