Tilnefningar fyrir Lúðurinn birtar

ÍMARK, samtök markaðs- og auglýsingafólks, standa fyrir ÍMARK deginum sem haldinn er 24. mars nk. Dagurinn endar á verðlaunahátíð Lúðursins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjölbreyttra auglýsingaflokka.

Lúðurinn er nú veittur í 37. skipti en þar er um að ræða uppskeruhátíð markaðs- og auglýsingafólks þar sem frumlegustu, mest skapandi og snjöllustu hugmyndirnar sem eru útfærðar á frammúrskarandi hátt fá viðurkenningu. Verðlaunin eru veitt í samstarfi ÍMARK í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa.

Eins og áður hefur verið greint frá barst metfjöldi innsendingar þetta árið, um 400 innsendingar í 16 flokkum. Dómnefndin, sem skipuð er fagfólki á sviðinu, fékk það flókna verkefni að velja það besta úr öllum þessum fjölbreyttu verkum.

Hér fyrir ofan má sjá myndband þar sem tilnefningarnar eru kynntar.

ÍMARK lúðrarnir eru veittir þeim fyrirtækjum sem hafa þótt standa …
ÍMARK lúðrarnir eru veittir þeim fyrirtækjum sem hafa þótt standa sig í markaðsmálum. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK