Tímabundinn titringur í Evrópu

Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandsbanka.

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's telur ólíklegt að afkoma evrópskra banka, þar með talið íslenskra, verði fyrir höggi vegna lækkunar á markaðsvirði skuldabréfasafna, ólíkt því sem sést hefur vestanhafs. Þetta kemur fram í greiningu fyrirtækisins sem birt var á mánudag. Hækkandi stýrivextir hafa haft þau áhrif að ávöxtunarkrafa skuldabréfa hefur víða hækkað umfram nafnvexti. Bankar vestanhafs hafa þannig þurft að selja skuldabréf með afföllum til að bregðast við auknum úttektum innistæðueigenda, líkt og Silicon Valley Bank sem fór í þrot í síðustu viku. Samkvæmt mati Moody's er í flestum tilfellum um að ræða tímabundnar og hófstilltar lækkanir á skuldabréfasöfnum meðal stærri evrópskra banka.

Hverfandi áhrif

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, telur áhrif á íslenska banka hverfandi, enda leyfi evrópskt regluverk ekki sömu áhættu og litlir og meðalstórir bankar gátu tekið vestanhafs. Þá séu lausafjársöfnin almennt mjög stutt hér á landi sem dregur úr næmni þeirra fyrir vaxtabreytingum.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK