Tímabundinn titringur í Evrópu

Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandsbanka.

Alþjóðlega láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's tel­ur ólík­legt að af­koma evr­ópskra banka, þar með talið ís­lenskra, verði fyr­ir höggi vegna lækk­un­ar á markaðsvirði skulda­bréfa­safna, ólíkt því sem sést hef­ur vest­an­hafs. Þetta kem­ur fram í grein­ingu fyr­ir­tæk­is­ins sem birt var á mánu­dag. Hækk­andi stýri­vext­ir hafa haft þau áhrif að ávöxt­un­ar­krafa skulda­bréfa hef­ur víða hækkað um­fram nafn­vexti. Bank­ar vest­an­hafs hafa þannig þurft að selja skulda­bréf með af­föll­um til að bregðast við aukn­um út­tekt­um inni­stæðueig­enda, líkt og Silicon Valley Bank sem fór í þrot í síðustu viku. Sam­kvæmt mati Moo­dy's er í flest­um til­fell­um um að ræða tíma­bundn­ar og hófstillt­ar lækk­an­ir á skulda­bréfa­söfn­um meðal stærri evr­ópskra banka.

Hverf­andi áhrif

Jón Guðni Ómars­son, fjár­mála­stjóri Íslands­banka, tel­ur áhrif á ís­lenska banka hverf­andi, enda leyfi evr­ópskt reglu­verk ekki sömu áhættu og litl­ir og meðal­stór­ir bank­ar gátu tekið vest­an­hafs. Þá séu lausa­fjár­söfn­in al­mennt mjög stutt hér á landi sem dreg­ur úr næmni þeirra fyr­ir vaxta­breyt­ing­um.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK