Borgar sig að efla háskólana

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Iðnþingi í …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Iðnþingi í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, seg­ir vís­bend­ing­ar um að sam­drátt­ur í fjár­veit­ing­um til ís­lenskra há­skóla sé far­inn að bitna á gæðum náms og sam­keppn­is­stöðu þjóðar­inn­ar.

„Eft­ir efna­hags­hrunið, upp úr 2008, var dregið veru­lega úr rík­is­út­gjöld­um al­mennt en nokkr­um árum síðar fóru þau upp á við í ýms­um mála­flokk­um – en há­skól­arn­ir sátu eft­ir," seg­ir Áslaug Arna í sam­tali við mbl.is.

„Við erum með ýms­ar vís­bend­ing­ar núna að þetta sé farið að bitna á gæðum náms­ins og sam­keppn­is­stöðu há­skól­anna í alþjóðlegu sam­hengi. Það er miður og við verðum að gera allt sem hægt er til að styrkja stöðu há­skól­anna. Nú þegar eru ýms­ar aðgerðir farn­ar í gang, svo sem aukið sam­starf skól­anna, en við kom­umst ekki þangað sem við ætl­um okk­ur nema að bætt verði úr fjár­mögn­un skól­anna," seg­ir hún.

Í skýrslu starfs­hóps um gæði og skil­virkni í há­skól­um sem unn­in var fyr­ir mennta og menn­ing­ar­málaráðuneytið árið 2021 kem­ur fram að fjár­veit­ing­ar til há­skól­anna hafi fylgt þróun nem­enda­fjölda fram til árs­ins 2009. Fjár­veit­ing­arn­ar hafi aft­ur á móti dreg­ist sam­an eft­ir hrun á sama tíma og nem­end­um fjölgaði. Fjár­veit­ing­ar hafa síðan þá ekki fylgt þróun nem­enda­fjölda.

Þróun heildarútgjalda til háskólanna og fjölda nemenda.
Þróun heild­ar­út­gjalda til há­skól­anna og fjölda nem­enda.

Órjúf­an­legt sam­spil mennt­un­ar, at­vinnu­lífs og hag­vaxt­ar

Áslaug Arna gerði stöðu ís­lenskra há­skóla skil í er­indi sínu á Iðnþingi í síðustu viku og tengdi þar stöðu há­skól­anna við þær áskor­an­ir sem at­vinnu­lífið stend­ur frammi fyr­ir. Benti hún þar á órjúf­an­legt sam­spil mennt­un­ar, at­vinnu­lífs og hag­vaxt­ar og und­ir­strikaði nauðsyn þess að stoðir ís­lensks efna­hags­lífs verði fleiri og fjöl­breytt­ari.

Innt nán­ar eft­ir þessu seg­ir Áslaug Arna nauðsyn­legt að við bein­um spjót­um okk­ar að því hvernig við kom­umst út úr sveiflu­kenndu hag­kerfi til lengri tíma.

„Stoðir efna­hags­lífs­ins þurfa að vera fleiri og fjöl­breytt­ari og í þau tæki­færi þurf­um við fólk. Það þarf að taka ákvörðun að vaxa út úr vand­an­um sem við blas­ir og þá verður að fjár­festa í mennt­un. Hvort sem litið er til stór­tækra áforma í land­eldi eða stærsta vaxt­ar­tæki­færi efna­hags­lífs­ins í alþjóðageir­an­um þá raun­ger­ast þau ekki nema að ganga að menntuðu fólki. Fjár­fest­ing í há­skól­un­um styður okk­ur því út úr sveiflu­hag­kerf­inu og ger­ir okk­ur það mögu­legt að mæta áskor­un­um eins og öldrun þjóðar­inn­ar,“ seg­ir hún.

Í er­indi ráðherr­ans á Iðnþingi kom fram að Há­skól­inn í Reykja­vík (HR) sé í 301. – 350. sæti yfir bestu há­skóla í heimi á lista Times Higher Educati­on, og Há­skóli Íslands (HÍ), sem eitt sinn stefndi að því að vera á meðal 100 bestu há­skóla í heimi, sé nú í 501. – 600. sæti á list­an­um.

Hér er ein af þeim glærum sem Áslaug Arna varpaði …
Hér er ein af þeim glær­um sem Áslaug Arna varpaði upp á Iðnþingi og sýn­ir stöðu skól­anna í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.

Ástæðu dap­ur­legr­ar stöðu megi ekki síst rekja til gæða náms og rann­sókna. Ráðherra lýsti því að ís­lensk­ir há­skól­ar standi þar illa í sam­an­b­urði við aðra nor­ræna há­skóla. Af 37 nor­ræn­um há­skól­um er HÍ í 32. sæti hvað gæði kennslu varðar og HR neðstur allra. Hvað varðar gæði rann­sókna er HÍ í 19. sæti og HR í 32. sæti af skól­un­um 37.

Há­skóla­mennt­un stráka „grjót­hart“ efna­hags­mál

Í er­indi ráðherra kom fram að hlut­fall há­skóla­nema á Íslandi sem út­skrif­ast úr svo­kölluðum STEAM grein­um sé tæp­ur fimmt­ung­ur og hafi staðið í stað frá alda­mót­um. Hlut­fallið hér sé mun lægra en hjá hinum Norður­lönd­un­um. Til skýr­ing­ar þá eru STEAM grein­ar nám á sviði vís­inda, tækni, verk­fræði, stærðfræði og lista.

Hlut­fall 25-34 ára sem höfðu lokið há­skóla­námi árið 2021 var 42% á Íslandi, sam­an­borið við 48% að meðaltali í OECD lönd­un­um. Þess má geta að hlut­fallið var 55% í Nor­egi og 49% í Dan­mörku og Svíþjóð. Mun­ur­inn á há­skóla­mennt­un­ar­hlut­fall­inu á Íslandi í sam­an­b­urði við OECD meðaltalið skýrist ein­gögnu af því að færri karl­menn út­skrif­ast úr há­skóla­námi hér en hjá sam­an­b­urðarlönd­un­um. Í er­ind­inu benti ráðherra á að fyr­ir hverja stúlku sem hverf­ur frá námi í fram­halds­skóla hætti nú tveir pilt­ar námi, en hlut­fall þetta var nærri jafnt skóla­árið 2015-2016. Staðan sé hvergi verri í Evr­ópu.

Hlutfall 25-34 ára sem höfðu lokið háskólanámi árið 2021 var …
Hlut­fall 25-34 ára sem höfðu lokið há­skóla­námi árið 2021 var 42% á Íslandi, sam­an­borið við 48% að meðaltali í OECD lönd­un­um

Fram hef­ur komið að á næstu fimm árum þurfi 9.000 sér­fræðinga til að standa und­ir vexti ís­lensks hug­verkaiðnaðar. Ráðherra benti á að ef hlut­fall karla sem ljúka námi á næstu fimm árum væri á pari við OECD meðaltalið myndi það út­vega um 7.500 auka sér­fræðinga.

„Hér er því um að ræða grjót­hart efna­hags­mál," seg­ir Áslaug Arna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK