Á aðalfundi Íslandsbanka í dag var samþykkt að greiða út arð til hluthafa bankans sem nemur 12,3 milljörðum króna af hagnaði ársins 2022. Þetta jafngildir arði á hlut að fjárhæð 6,15 krónur.
Í fundargerð kemur fram að stjórn bankans geti boðað til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára eða endurkaup á eigin bréfum kunni að vera lögð fram.
Arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf bankans án réttar til arðs, verður 17. mars. Arðsréttindadagur verður 20. mars.
Hluthafar tilgreindir í hlutaskrá bankans í lok arðsréttindadags eiga tilkall til arðs. Útborgunardagur verður 27. mars.