Sjálfkjörið var í stjórn Íslandsbanka og stöður varamanna á aðalfundi bankans í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
Agnar Tómas Möller, fyrrverandi sjóðsstjóri hjá Kviku eignastýringu, og Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa, koma ný inn í stjórnina.
Í stjórn Íslandsbanka sitja nú eftirfarandi sjö stjórnarmenn:
Finnur Árnason var endurkjörinn formaður stjórnar. Guðrún Þorgeirsdóttir var kjörin varaformaður.
Varamenn í stjórn Íslandsbanka eru:
Á fundinum var einnig samþykkt tillaga stjórnar um þóknun stjórnarmanna og laun varamanna.
Þóknun til stjórnarmanna verður 505.000 krónur á mánuði, þóknun til stjórnarformanns verður 880.000 krónur á mánuði og þóknun til varaformanns verður 625.000 krónur á mánuði.
Því til viðbótar var samþykkt að greiða stjórnarmönnum aukalega 250.000 krónur á mánuði fyrir þátttöku í starfi undirnefnda stjórnar. Formenn undirnefnda stjórnar fá auk þess greiddar 56.500 krónur á mánuði.
Þóknun til varamanns í stjórn verður 252.000 krónur fyrir hvern setinn stjórnarfund eða fund með fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands um hæfismat. Launin verða þó aldrei hærri en laun aðalmanns innan hvers mánaðar. Greiðsla til hvers varamanns mun nema að lágmarki 505.000 krónum á ári.