Ráðstöfunartekjur hækkuðu en kaupmáttur dróst saman

Um er að ræða bráðabirgðatölur frá Hagstofu Íslands.
Um er að ræða bráðabirgðatölur frá Hagstofu Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Bráðabirgðaniður­stöður Hag­stofu Íslands gefa til kynna að þrátt fyr­ir að ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­ila hafi auk­ist um rúm­lega níu pró­sent árið 2022 hafi kaup­mátt­ur þeirra dreg­ist sam­an um 1,7 pró­sent á mann á sama tíma.

Þetta kem­ur fram í nýrri sam­an­tekt Hag­stof­unn­ar.

Þá er reiknað með því að ráðstöf­un­ar­tekj­ur hafi auk­ist um 9,1 pró­sent á fjórða árs­fjórðungi 2022 sé litið til sama tíma­bils árið 2021. Ráðstöf­un­ar­tekj­urn­ar á mann hafi þá numið rúm­lega 1,25 millj­ón­um króna en sé tekið til­lit til verðlagsþró­un­ar hafi kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna dreg­ist sam­an um tæp 3,4 pró­sent á árs­fjórðungn­um en á sama tíma hafi vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 9,4 pró­sent.

Sam­an­tekt­in leiðir einnig í ljós að heild­ar­tekj­ur heim­ila hafi auk­ist um 9,9 pró­sent í fyrra og þá er einna helst átt við launa­tekj­ur en aukn­ing launa­tekna nam um 260 millj­örðum króna. Hvað varðar skýr­ingu á aukn­ingu launa­tekna eru launa­hækk­an­ir og dvín­andi at­vinnu­leysi sagðar vera aðal ástæðurn­ar.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar má sjá á vef Hag­stofu Íslands með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka