Spá að verðbólgan lækki í mars

Hag­fræðideild Lands­bank­ans spá­ir því að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,61% milli mánaða í mars. Gangi spá­in eft­ir lækk­ar ár­sverðbólg­an úr 10,2% í 9,8%. Spá bank­ans til næstu mánaða ger­ir ráð fyr­ir að verðbólga lækki, þótt það ger­ist hægt, og mæl­ist enn yfir 8% þegar sum­arið kem­ur.

Þetta kem­ur fram í Hag­sjá bank­ans. 

Kom á óvart

Fram kem­ur, að vísi­tala neyslu­verðs hafi hækkað um 1,39% milli mánaða í fe­brú­ar og jókst ár­sverðbólg­an úr 9,9% í 10,2%.

„Þetta er mesta verðbólga sem mælst hef­ur í yf­ir­stand­andi verðbólgukúfi og hún hef­ur ekki mælst hærri síðan í sept­em­ber 2009. Við átt­um von á lækk­un verðbólgu úr 9,9% í 9,6% og kom þessi mæl­ing okk­ur því mjög á óvart. Verðbólg­an virðist vera orðin al­menn­ari en það sem helst vó til hækk­un­ar í fe­brú­ar voru mat­vör­ur, föt og skór og hús­gögn og heim­il­is­búnaður,“ seg­ir í Hag­sjánni. 

Sex liðir sem hafa mest áhrif

Þá spá­ir bank­inn að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,61% milli mánaða í mars. Gangi sú spá eft­ir muni ár­sverðbólg­an lækka úr 10,2% í 9,8%. 

„Að þessu sinni eru það sex und­irliðir sem munu hafa mest áhrif á gangi spá okk­ar eft­ir: Mat­arkarf­an, föt og skór, reiknuð húsa­leiga, annað vegna hús­næðis, flug­far­gjöld til út­landa og liður­inn aðrar vör­ur og þjón­usta. Verða þeir liðir all­ir til hækk­un­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka