Ef ein tillagna í þingsályktun nr. 23/151 um ástandsskýrslur fasteigna nær fram að ganga og verður að lögum gæti það aukið kostnað seljenda í fasteignaviðskiptum um rúmlega fimm milljarða króna á ári.
Tillagan gengur út á að ástandsskýrsla eigi að fylgja söluyfirliti allra fasteigna sem ætlaðar eru til íbúðar. Þær verði útbúnar af óháðum fagaðilum með víðtæka þekkingu á mannvirkjagerð. Þá segir að framkvæmd matsins eigi að fylgja samræmdum matsaðferðum og innihald ástandsskýrslna verði samræmt.
Enn fremur segir að aðilar sem útbúa ástandsskýrslur vegna sölu fasteigna verði ábyrgir fyrir göllum sem rýra verðmæti þeirra svo nokkru varði og ekki voru tilgreindir í skýrslum þeirra. Þeir skuli hafa starfsábyrgðartryggingu sem tryggi skaðleysi kaupenda og seljenda fasteigna þegar mistök þeirra leiða til bótaskyldu.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kostar gerð ástandsskýrslu á bilinu 300-600 þúsund krónur eftir stærð fasteignar. Að meðaltali eru gerðir á milli 8-9 þúsund kaupsamningar á ári á Íslandi. Sé þetta reiknað saman getur kostnaður við ástandsskýrslur á ári því orðið allt að 5,4 milljarðar króna á ári.
Lestu meira um málið í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins.