Fimm milljarða kostnaður fellur aukalega á seljendur

Seljahverfi í Breiðholti í Reykjavík. Að meðaltali eru átta til …
Seljahverfi í Breiðholti í Reykjavík. Að meðaltali eru átta til níu þúsund kaupsamningar gerðir árlega á Íslandi. Morgunblaðið/ Sigurður Bogi

Ef ein til­lagna í þings­álykt­un nr. 23/​151 um ástands­skýrsl­ur fast­eigna nær fram að ganga og verður að lög­um gæti það aukið kostnað selj­enda í fast­eignaviðskipt­um um rúm­lega fimm millj­arða króna á ári.

Til­lag­an geng­ur út á að ástands­skýrsla eigi að fylgja sölu­yf­ir­liti allra fast­eigna sem ætlaðar eru til íbúðar. Þær verði út­bún­ar af óháðum fagaðilum með víðtæka þekk­ingu á mann­virkja­gerð. Þá seg­ir að fram­kvæmd mats­ins eigi að fylgja sam­ræmd­um matsaðferðum og inni­hald ástands­skýrslna verði sam­ræmt.

Ábyrg­ir fyr­ir göll­um

Enn frem­ur seg­ir að aðilar sem út­búa ástands­skýrsl­ur vegna sölu fast­eigna verði ábyrg­ir fyr­ir göll­um sem rýra verðmæti þeirra svo nokkru varði og ekki voru til­greind­ir í skýrsl­um þeirra. Þeir skuli hafa starfs­ábyrgðartrygg­ingu sem tryggi skaðleysi kaup­enda og selj­enda fast­eigna þegar mis­tök þeirra leiða til bóta­skyldu.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins kost­ar gerð ástands­skýrslu á bil­inu 300-600 þúsund krón­ur eft­ir stærð fast­eign­ar. Að meðaltali eru gerðir á milli 8-9 þúsund kaup­samn­ing­ar á ári á Íslandi. Sé þetta reiknað sam­an get­ur kostnaður við ástands­skýrsl­ur á ári því orðið allt að 5,4 millj­arðar króna á ári.

Lestu meira um málið í fimmtu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka