UBS í viðræðum um kaup á Credit Suisse

Dökkir skuggar eru nú yfir Credit Suisse og ýmsar leiðir …
Dökkir skuggar eru nú yfir Credit Suisse og ýmsar leiðir ræddar til þess að laga stöðu hans. AFP/Fabrice Coffrini

Sviss­neski bank­inn UBS íhug­ar nú að taka yfir Cred­it Suis­se-bank­ann að hluta eða í heild, sam­kvæmt heim­ild­um Fin­ancial Times. Munu stjórn­ir bank­anna tveggja funda í sitt hvoru lagi um helg­ina til að ræða hinn mögu­lega samruna. 

Seðlabanki Sviss og Finma, sviss­neska fjár­mála­eft­ir­litið, standa að viðræðunum, en þeim er ætlað að auka traust á banka­kerfi lands­ins í kjöl­far þess að seðlabank­inn neydd­ist til þess að veita Cred­it Suis­se neyðarlánalínu upp á 50 millj­arða sviss­neskra franka, eða sem nem­ur um 7.578 millj­örðum ís­lenska króna.

Verð á hlut­um í bank­an­um hélt hins veg­ar áfram að lækka í kjöl­far til­kynn­ing­ar sviss­neska seðlabank­ans, en stærsti hlut­hafi bank­ans úti­lokaði að veita hon­um meira fjár­magn. UBS er verðmet­inn á um 56,6 millj­arða banda­ríkja­dali, en hluta­bréf í Cred­it Suis­se voru skráð á sam­tals átta millj­arða banda­ríkja­dali við lok markaða í dag. 

Sam­kvæmt heim­ild­ar­mönn­um FT hafa sviss­nesk­ir emb­ætt­is­menn sagt banda­rísk­um og bresk­um koll­eg­um sín­um að samruni bank­anna tveggja sé „Plan A“ til að end­ur­reisa traustið á Cred­it Suis­se. Bank­arn­ir tveir munu einnig vera að ræða nokkra aðra kosti, auk þess sem UBS er að íhuga hvaða áhættu bank­inn geti sjálf­ur borið af samrun­an­um. 

Sviss­neski seðlabank­inn mun leggja sér­staka áherslu á að ein­föld lausn sé kom­in á málið áður en markaðir opna á mánu­dag­inn, en ekki er talið ör­uggt að sam­komu­lag muni nást sam­kvæmt heim­ild­um FT.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka