„Yfirtaka aldarinnar“

Frá höfuðstöðvum Credit Suisse í Bern
Frá höfuðstöðvum Credit Suisse í Bern AFP

Svissneski bankinn UBS leggur nú allt kapp á klára yfirtöku á Credit Suisse áður en markaðir opna í fyrramálið. Credit Suisse hefur lengi verið í vanda en bankinn er sagður vera á barmi gjaldþrots og því krefst UBS mikils afsláttar af kaupverðinu.

Stjórnvöld í Sviss hafa beitt sér fyrir því  UBS og Credit Suisse komist að einhvers konar samkomulagi í dag annars kunni bankinn að falla á morgun með miklum afleiðingum.

Áhugi hvaðanæva að

Seðlabanki Sviss, fjármálaeftirlitið og forsvarsmenn beggja banka og ríkisstjórnarinnar hafa fundað stíft alla helgina til þess að reyna að komast að farsælli lausn. Ýmsir fjárfestar hafa sýnt starfsemi bankans áhuga, þar á meðal Blackrock, sem er stærsti fjárfestingasjóður heims.

Nú virðist UBS vera einn eftir í viðræðunum um yfirtöku á eignum og skuldum bankans. Yfirtaka af þessari stærðargráðu er afar flókinn gerningur og sá tími sem UBS hefur til að tryggja sig og semja er margfalt skemmri en gengur og gerist í sambærilegum viðskiptum.

Farið framhjá reglum félagaréttar

Samkvæmt dagblaðinu Blick verður samkomulag kynnt í dag um kaup á bankanum. Þá herma heimildir Bloomberg að UBS hafi fengið undanþágu frá skilyrðinu um að fá samþykki hluthafafundar fyrir slíkri fjárfestingu.

Þeir sem eiga hlut að máli hafa neitað öllum viðtalsbeiðnum en dagblaðið SonntagsZeitung hefur kallað viðskiptin „yfirtöku aldarinnar.“

Credit Suisse er einn af þeim 30 bönkum sem hafa verið flokkaðir sem „kerfislega mikilvægir“ en margt bendir til þess að fjárfestar hafi lengi vitað að hann væri veikur hlekkur í þeirri keðju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka