Myllan í majónesið

Gunnars Majones er að líkingum til þekktasta vara Gunnar ehf. …
Gunnars Majones er að líkingum til þekktasta vara Gunnar ehf. Myllan mun hér eftir sjá um sölu á sósum fyrirtækisins.

Myll­an-Ora ehf. hef­ur keypt Gunn­ar ehf, fram­leiðand hins víðfræga Gunn­ars maj­ónes. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu þess efn­is frá Myll­unni.  

Samn­ing­ur­inn er gerður með fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem gerði Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga aft­ur­reka með kaup á Gunn­ar ehf í janú­ar síðastliðnum. 

Gunn­ars maj­o­nes var stofnað árið 1960 af hjón­un­um Gunn­ari Jóns­syni og Sig­ríði Regínu Waage. Fé­lagið varð gjaldþrota árið 2014 en Kleópatra Krist­björg Stef­áns­dótt­ir keypti vörumerkið í kjöl­farið. Hafa ýms­ar sós­ur und­ir merkj­um Gunn­ars verið fram­leidd­ar og seld­ar í versl­un­um. 

Haft er eft­ir Her­manni Stef­áns­son, for­stjóra Myll­unn­ar-Ora í til­kynn­ingu að hann telji „áhuga­verð tæki­færi fel­ast í kaup­un­um. Vörumerkið Gunn­ars sé rót­gróið ís­lenskt vörumerki sem styrki vöru­fram­boð Myll­unn­ar-Ora, auk sam­legðar við rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Inn­lend mat­væla­fram­leiðsla á und­ir högg að sækja í krefj­andi um­hverfi og kaup­in á Gunn­ars eru til þess fall­in að styrkja und­ir­liggj­andi rekst­ur og þannig grund­völl inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Kaup­verð er ekki upp­gefið í til­kynn­ingu en sam­kvæmt frétt Frétta­blaðsins um málið nem­ur kaup­verðið 600 millj­ón­um króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK