Stýrivextir hækkaðir um eitt prósentustig

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri á kynningarfundurinn peningastefnunefndar í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri á kynningarfundurinn peningastefnunefndar í Safnahúsinu við Hverfisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka vexti bank­ans um eitt pró­sentu­stig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 7,5%.

Verðbólguþrýstingur heldur áfram að aukast og verðhækkanir ná til æ fleiri þátta,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. 

Verðbólga mælist nú 10,2% og undirliggjandi verðbólga er 7,2%.

„Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru enn vel yfir markmiði og raunvextir bankans hafa lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar. Útlit er fyrir að verðbólga verði meiri á næstunni en spáð var í febrúar þótt hægt hafi á húsnæðismarkaði.“

Spenna á vinnumarkaði

Þá segir að hagvöxtur hafi verið mikill í fyrra og vel umfram það sem þjóðarbúskapurinn getur staðið undir til lengdar.

Innlend eftirspurn jókst meira en gert var ráð fyrir í febrúar og vísbendingar eru um að hún hafi verið kröftugri í ársbyrjun en talið var. Spenna á vinnumarkaði er jafnframt töluverð.“

Því telur Seðlabankinn mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, „sérstaklega þegar litið er til mikillar spennu í þjóðarbúinu og komandi kjarasamninga“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK