Tugir fyrirtækja eru nú þegar gengnir til liðs við hin nýstofnuðu miðborgarsamtök Miðborgin okkar. Starfssvæði félagsins er miðborg Reykjavíkur. Nær það frá Granda út að Höfðatorgi/Lönguhlíð (meðtalið) og frá sjó að Hringbraut.
Jakob E. Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Jómfrúarinnar í Lækjargötu og stjórnarmaður í samtökunum, segir í samtali við ViskiptaMoggann að fyrsta mál á dagskrá sé að einblína á sameiginleg markaðsmál hagaðila í miðborginni.
„Okkur gengur vel að afla félaga. Við erum strax komin með 50-60 fyrirtæki sem vilja vera með. Auk þess höfum við hlotið stofnfjárframlag frá Reykjavíkurborg sem verður með áheyrnarfulltrúa í stjórn,“ segir Jakob.
Aðspurður segir hann að samtökin muni horfa víðar en fyrri samtök af svipuðum toga, Miðbæjarsamtökin og Miðborgin okkar. „Við horfum til þess að innan samtakanna rúmist m.a. verslun og þjónusta, veitingahús, hótel, söfn, opinberir staðir, sundlaugar, leikhús og tónlistarhús.“
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.