Róðurinn þyngist

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyr­ir­séð er að fjöl­mörg heim­ili horfi fram á að greiðslu­byrði hús­næðislána auk­ist tals­vert á næstu mánuðum og árum þegar fast­ir vext­ir taka að losna. Seðlabanki Íslands greindi frá því í gær að stýri­vext­ir yrðu hækkaðir um eitt pró­sentu­stig og verða því 7,5%.

Rætt er við Lilju Björk Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Lands­bank­ans, í Morg­un­blaðinu í dag og bend­ir hún á að stór hluti fast­eignalána bank­ans sé nú þegar á breyti­leg­um vöxt­um sem hafa hækkað tals­vert und­an­farið. Enn sem komið er ráða flest­ir við hærri greiðslur en viðbúið sé að róður­inn þyng­ist.

„Það eru marg­ir mögu­leik­ar í stöðunni. Það er til dæm­is hægt að end­ur­fjármagna lánið og lengja láns­tím­ann til að lækka greiðslur. Við höf­um líka boðið fólki að skipta yfir í verðtryggð lán eða blöndu af verðtryggðu og óverðtryggðu og nýta svo færið síðar og fara aft­ur í óverðtryggt þegar vext­ir lækka,“ seg­ir Lilja Björk og bend­ir á að auðvelt sé fyr­ir viðskipta­vini að end­ur­fjármagna í gegn­um app.

„Það er helst unga fólkið sem ég hef áhyggj­ur af, sem keypti á toppi fast­eigna­verðs og á til­tölu­lega dýr­ar eign­ir og þ.a.l. há lán. Ef þú ert ekki með tvær fyr­ir­vinn­ur á þokka­lega góðum laun­um get­ur verið erfitt að ráða við hækk­an­ir. Þá er kannski minnsta rýmið til að bregðast við með ein­föld­um hætti. Í þeim til­vik­um ráðlegg ég fólki að tala við okk­ur sem fyrst. Við reyn­um alltaf að finna leið út úr vanda og aðstoða fólk.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK