Sektuð fyrir að greina ekki frá launuðum auglýsingum

Lohan og Paul eru meðal þeirra sem voru sektuð.
Lohan og Paul eru meðal þeirra sem voru sektuð. AFP/Santiago Felipe/Fayez Nureldine

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað fjölda þekktra einstaklinga fyrir að auglýsa rafmyntaverðbréf (e. cryptocurrency asset securities) Tronix (TRX) og BitTorrent (BTT) á samfélagmiðlum án þess að gefa upp að þeim hafi verið greitt fyrir.

Meðal þeirra sem hafa verið sektuð er leikkonan Lindsay Lohan. Lohan er sögð hafa verið ómeðvituð um skylduna til þess að greina frá að um kostaða auglýsingu væri að ræða. Eftir tiltal frá verðbréfa- og kaupþingsnefnd hafi hún greitt meira en 5,6 milljónir króna í sekt. Innifaldnar voru þær 1,4 milljónir króna sem hún fékk greitt fyrir auglýsinguna.

Tónlistarmennirnir Akon, Ne-Yo og Lil Yachty ásamt skemmtikraftinum Jake Paul, voru meðal þeirra sem hlutu sekt og sömdu við nefndina. Heildarupphæðin sem að nefndin krafðist frá þeim sem sektaðir voru var 400 þúsund Bandaríkjadalir eða 56,7 milljónir króna.

AP greinir frá því að ekki hafi allir sem að nefndin sakaði um verknaðinn verið viljugir til þess að semja. Þar má nefna tónlistarmennina Soulja Boy og Austin Mahone.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka