Lesendur mbl.is völdu „Takk Egill“ sem bestu auglýsinguna

Auglýsingin „Takk Egill”, framleidd af Pipar.
Auglýsingin „Takk Egill”, framleidd af Pipar.

Lesendur mbl.is völdu auglýsinguna „Takk Egill“, sem framleidd var af Skot Productions fyrir Pipar, bestu sjónvarpsauglýsingu ársins 2022.

Í tilefni af ÍMARK-deginum, sem haldinn var í gær, gafst lesendum mbl.is kostur á að kjósa sína uppáhalds sjónvarpsauglýsingu úr hópi 37 auglýsinga sem vöktu athygli á síðasta ári. Þar bar auglýsingin Takk Egill sigur úr býtum en á fjórða þúsund manns greiddu atkvæði á mbl.is.

Auglýsingin er sem fyrr segir framleidd af Skot Productions fyrir auglýsingastofuna Pipar, sem vann að verkefninu fyrir Toyota á Íslandi.

Í henni kveður Toyota Egil Ólafsson listamann, sem verið hafði rödd Toyota í um 30 ár, með virktum en við keflinu tók Ólafur Darri Ólafsson leikari. Auglýsingin vann jafnframt verðlaun í gær í flokki „kvikmyndaðar auglýsingar“ þegar Lúðurinn var afhentur.

Hér er hægt að horfa á umrædda auglýsingu:

Og hér er hægt að sjá myndband um gerð auglýsingarinnar:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka