Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins, sem fram átti að fara á fimmtudag í þessari viku, 30. mars nk., vegna aðstæðna í Neskaupstað í kjölfar snjóflóðanna sem féllu í nótt og í morgun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni til Kauphallarinnar. Þá kemur fram að veðurútlit næstu daga sé jafnframt með þeim hætti að rétt þyki að fresta fundi.
„Við sendum austfirðingum, viðbragðsaðilum og öllum sem eru að vinna að því að tryggja öryggi íbúa hlýjar kveðjur,“ segir í tilkynningunni.
Ráðgert er að aðalfundur fari fram þriðjudaginn 18. apríl 2023 og í tilkynningunni kemur fram að boðað verði til fundarins með þeim fyrirvara sem áskilin er í lögum og samþykktum félagsins.