Greina má titring á mörkuðum

Hlutabréfaverð í Deutsche Bank lækkaði mikið í lok síðustu viku.
Hlutabréfaverð í Deutsche Bank lækkaði mikið í lok síðustu viku. AFP/Nicolas Maeterlinck

Hlutabréfaverð í Deutsche Bank lækkaði mikið í lok síðustu viku. Lækkunin kemur í kjölfar gjaldþrots Silicon Valley Bank og fleiri banka í Bandaríkjunum, sem og yfirtöku UBS á Credit Suisse.

Greinendur telja lækkunina órökrétta og að markaðurinn virðist óttast að neikvæður fréttaflutningur kunni að skjóta innistæðueigendum skelk í bringu, óháð því hversu vel bankar þeirra standa.

Titring mátti einnig greina á hlutabréfa­verði annarra stórbanka í Evrópu.

Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir stöðugleika ógnað. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka