Jack Ma sást í fyrsta sinn í þrjú ár

Jack Ma í París árið 2019.
Jack Ma í París árið 2019. AFP/Philippe Lopez

Kín­verski auðkýf­ing­ur­inn og stofnandi netverslunarinnar Alibaba, Jack Ma, sást á meðal almennings í fyrsta sinn í þrjú ár í skóla í borginni Hangzhou.

Hinn 58 ára gamli Ma hefur látið lítið fyrir sér fara eftir að hann gagnrýndi kínverska fjármálaeftirlitið árið 2020.

BBC greinir frá því að Ma hafi dvalið erlendis í meira en ár. 

Dagblað í eigu Alibaba greindi frá því að Ma hafi heimsótt vini í Hong Kong og farið á listahátíðina Art Basel. Dagblaðið sagði að Ma væri að heimsækja nokkur lönd til þess að fræðast um tækni í landbúnaði. Ekkert var minnst á fjarveru hans frá Kína. 

Eitt sinn ríkasti maður Kína 

Ma, sem var áður ensku kennari, hitti starfsfólk og skoðaði skólastofur Yungu School í Hangzhou en í borginni eru höfuðstöðvar Alibaba. 

Í tilkynningu skólans sagði að Ma hafi rætt um möguleikann á að nýta gervigreind til menntunar. 

Ma var eitt sinn ríkasti maður Kína en gagnrýni hans á fjármálaeftirlit Kína féll ekki í kramið hjá kommúnistaflokknum þar sem að Ma hefur talað fyrir aukinni frjálshyggju. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK