Hefja gullvinnslu í grænlenskri námu

Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq.
Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq.

Amaroq Minerals Ltd., auðlindafélag hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun, en fjármagnið verður notað til að hefja gullvinnslu í námunni Nalunaq, á Grænlandi.

Rannsóknarboranir á Nalunaq svæðinu hafa skilað afar góðum niðurstöðum og fundist hafa allt að 28 grömm af gulli í hverju tonni af bergi. Í sumar mun Amaroq undirbúa Nalunaq námuna fyrir gröft og gullvinnslu, en auk þess verður borað á sjö stöðum á Suður-Grænlandi í leit að kopar, nikkel, gulli og öðrum efnahagslega mikilvægum málmum.  

„Með þessu getur félagið hafið fullvinnslu á gulli á Grænlandi fyrr en áætlað var með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á sjóðstreymi þess.“ segir Eldur Ólafsson, forstjóri og einn stofnenda Amaroq Minerals. 

Landsbankinn og Fossar fjárfestingabanki veita félaginu lánin. Félagið hefur nú þegar fjárfest í búnaði fyrir gullvinnslu fyrir um 1,2 milljarð en áætlanir gera ráð fyrir kostnaði upp á 8 milljarða við þennan áfanga. Auk fyrrnefndrar fjármögnunar situr félagið á um 5 milljörðum í reiðufé.

Hlutabréf Amaroq eru skráð á mörkuðum á Íslandi, Toronto og í London.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK