Húsleitir gerðar í bönkum Parísar

Húsleit var meðal annars gerð í franska bankanum Societe Generale.
Húsleit var meðal annars gerð í franska bankanum Societe Generale. AFP/Sameer Al-Doumy

Frönsk yfirvöld gerðu húsleitir í fimm bönkum í morgun vegna rannsóknar á stórfelldum skattsvikum og peningaþvætti. 

150 manns koma að rannsókninni, auk sex þýskra saksóknara. Húsleitirnar voru gerðar í fjármálahverfinu La Defense í París að sögn saksóknara. 

Í yfirlýsingu saksóknara sagði að rannsóknin hafi hafist í desember árið 2021.

Þá sagði að undirbúningur við húsleitirnar hafi tekið nokkra mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK