Kauphöllin samþykkir afskráningu Origo

Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa framtaks.
Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa framtaks. Hallur Már

Kauphöllin hefur samþykkt beiðni Origo um að taka hlutabréf félagsins úr viðskiptum. Síðasti viðskiptadagur með hlutabréf Origo í Kauphöllinni verður 25. apríl 2023.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni, en eins og áður hefur verið greint frá óskaði Origo eftir afskráningu úr Kauphöll eftir að nýir eigendur tóku við félaginu.

Félagið AU 22 ehf., sem er í eigu Umbreytingar II slhf., framtakssjóðs í rekstri Alfa framtaks, á nú um 65% hlut í Origo. AU 22 ehf. keypti um fjórðungshlut í Origo um miðjan desember og gerði öðrum hluthöfum í kjölfarið valfrjálst tilboð í þeirra hluti. Um helmingur hluthafa samþykkti tilboðið og bárust samþykki fyrir sem nemur 33,7% alls hlutafjár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK