Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök verslunar- og þjónustu (SVÞ) gera ýmsar athugasemdir við greiningu Samkeppniseftirlitsins (SKE) á framlegðarhlutföllum á dagvörumarkaði. Í greiningu SKE kemur fram að verðlag mat- og drykkjarvöru sé það þriðja hæsta í Evrópu árið 2021, og er það um 40% hærra en að meðaltali í ríkjum ESB. Þá segir í greiningu SKE að framlegð allrar dagvöru hafi aukist um 29% á milli áranna 2017 og 2021 og að framlegðarhlutfall íslenskra dagvörusala sé þremur prósentustigum hærra en að meðaltali í Vestur-Evrópu.
Í athugasemdum, sem birtar voru á vefsíðum SA og SVÞ, telja samtökin ályktanir Samkeppniseftirlitsins um að fyrirtæki á íslenskum dagvörumarkaði skili óeðlilega hárri framlegð í núverandi efnahagsástandi ekki eiga við rök að styðjast.
Í fyrsta lagi telja samtökin að upplýsingar um þau gögn sem greining eftirlitsins byggist á hefðu átt að fylgja með greiningunni svo áreiðanleiki hennar væri tryggur. Enn fremur er bent á að tímabil greiningarnar, þ.e. árin 2017-2021, hafi litast af áhrifamiklum atburðum.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.