Halldór hættir hjá SA og tekur við Regin

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur ákveðið að láta af störfum hjá samtökunum. Þetta kom fram í tilkynningu frá SA nú í kvöld. 

Stuttu síðar var tilkynnt að Halldór Benjamín hefði verið ráðinn forstjóri fasteignafélagsins Regins. Halldór Benjamín mun hefja störf sem forstjóri fyrri hluta sumars 2023. Helgi S. Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Regins frá stofnun félagsins árið 2009, lætur af störfum á sama tíma en mun verða nýjum forstjóra innan handar fyrst um sinn.

Halldór Benjamín hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins en starfaði áður sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. Halldór Benjamín hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, m.a. sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Halldór er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford-háskóla.

„Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda eru alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi. Ég veit að ég skil við starf samtakanna í góðum höndum, hjá öflugum hópi starfsfólks og stjórnarmanna, sem ég hef verið svo lánsamur að eiga gott samstarf við á þeim tæpu 7 árum sem ég hef gegnt þessu starfi," segir Halldór Benjamín í tilkynningunni um starfslok hans hjá SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK