Tuttugu og fjórum hefur verið sagt upp hjá Heimkaupum vegna efnahagsástandsins í þjóðfélaginu.
Ber þar helst að nefna hina þrálátu verðbólgu, ítrekaðar vaxtahækkanir og kraftmiklar launahækkanir síðustu kjarasamninga, að sögn Pálma Jónssonar, framkvæmdastjóra Heimkaupa.
Hann segir í skriflegu svari við fyrirspurnum mbl.is að almenningur haldi að sér höndum í síauknum mæli með margvísleg innkaup.
„Þetta er ekki auðvelt rekstrarumhverfi og því fórum við ítarlega í saumana á öllum þáttum í rekstri fyrirtækisins og er niðurstaðan sú að við höfum ákveðið að fara í öfluga endurskipulagningu á rekstrinum hjá okkur.
Fylgikvillar endurskipulagningar sem þessari fylgja því miður uppsagnir sem er aldrei auðvelt að fara í,“ segir Pálmi.
Hafi því þurft leggja niður 24 stöðugildi.