Jim Ratcliffe áhugasamur um verkefnið

Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Auðjöf­ur­inn Jim Ratclif­fe er á meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á verk­efni Skóg­rækt­ar­inn­ar sem snýst um að koma á fót viður­kenndu ferli vott­un­ar á bind­ingu kol­efn­is með ný­skóg­rækt. 

Verk­efnið hef­ur gengið fram­ar von­um og eru um 20 slík í und­ir­bún­ingi á mis­mun­andi stig­um, að sögn Þrast­ar Ey­steins­son­ar skóg­rækt­ar­stjóra.

„Við get­um ekki sagt annað en að þetta sé góð byrj­un. Það er tals­verður áhugi á þessu. Það er ekki kom­in mik­il reynsla en hún tikk­ar inn á næst­unni,“ seg­ir Þröst­ur. „Hlut­verk Skóg­rækt­ar­inn­ar er fyrst og fremst að þróa þenn­an staðal sem er vottað eft­ir og veita svo ráð með skóg­rækt.“

Íslenska fyr­ir­tækið Yggdras­ill Car­bon er í sam­bandi við land­eig­end­ur og hef­ur milli­göngu um sölu á skóg­ar­kol­efnisein­ing­um til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja.

Íslend­ing­ar í meiri­hluta 

Sal­an á ein­ing­un­um virk­ar þannig að eft­ir að óháð vott­un­ar­stofa hef­ur staðfest að skóg­ur­inn sé til staðar, þ.e. að búið sé að planta þar trjám, er hægt að skrá ein­ing­arn­ar í Lofts­lags­skrá Íslands. Að því loknu er gerður samn­ing­ur á milli land­eig­and­ans og kaup­and­ans sem vill nota kol­efnisein­ing­arn­ar í sínu græna bók­haldi. Kaup­and­inn get­ur þó ekki notað þær á móti los­un gróður­húsaloft­teg­unda í bók­haldi fyrr en skóg­ur­inn er bú­inn að vaxa meira.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.
Þröst­ur Ey­steins­son skóg­rækt­ar­stjóri. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Spurður seg­ir Þröst­ur að Íslend­ing­ar séu í meiri­hluta þeirra sem vilja kaupa þess­ar kol­efnisein­ing­ar. Flest fyr­ir­tækj­anna sem vilja taka þátt eru ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Síld­ar­vinnsl­an og Eskja hafa þegar staðfest þátt­töku sína.

Á meðal er­lendra fyr­ir­tækja og ein­stak­linga sem hafa sýnt verk­efn­inu áhuga, að sögn Þrast­ar, er hol­lenska skóg­ræktar­fyr­ir­tækið Land Life og breski auðjöf­ur­inn Sir Jim Ratclif­fe, stærsti ein­staki land­eig­andi á Íslandi. 

Flest fyrirtækjanna sem vilja taka þátt eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.
Flest fyr­ir­tækj­anna sem vilja taka þátt eru ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki.

Stór markaður á heimsvísu

Spurður seg­ir Þröst­ur markaðinn með skóg­ar­kol­efnisein­ing­ar vera tals­vert stór­an á heimsvísu. Fleiri verk­efni eru einnig í gangi er­lend­is sem snú­ast um sölu kol­efnisein­inga, þar á meðal í tengsl­um við vind­myll­ur og sól­ar­sell­ur. „Við erum að byrja á skóg­rækt á Íslandi en önn­ur verk­efni hér geta líka farið þessa leið,“ seg­ir Þröst­ur og tek­ur fram að markaður­inn með skóg­ar­kol­efnisein­ing­arn­ar sé val­kvæður eins og staðan er núna. Fyr­ir­tæki á Íslandi þurfi ekki sam­kvæmt lög­um að skila lofts­lags­bók­haldi en mörg kjósi engu að síður að gera það. Þannig vilji þau bera ábyrgð á los­un sinni.

Þröst­ur bend­ir þó á að fyr­ir­tæki í ETS-kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins eru þar und­an­skil­in. Á meðal þeirra eru ís­lensk ál­fyr­ir­tæki og flug­fé­lög. Um er að ræða viðskipta­kerfi með los­un­ar­heim­ild­ir gróður­húsaloft­teg­unda í tengsl­um við mót­vægisaðgerðir að hálfu ESB sam­kvæmt Kyoto-bók­un­inni.

Þröst­ur nefn­ir að núna séu fleiri en bara rík­is­sjóður að fjár­festa í skóg­rækt á Íslandi, sem sé hið besta mál upp á framtíðina að gera.

Skógur í Heiðmörk.
Skóg­ur í Heiðmörk. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vant­ar fjár­festa inn í mynd­ina

Spurður hvernig ís­lensk­ir bænd­ur hafi tekið í verk­efni Skóg­rækt­ar­inn­ar seg­ir hann þá hafa hugsað mikið út í það. „Flest­ir hafa ekki mik­inn pen­ing til þess að fjár­magna skóg­rækt. Þeir hafa ekki aðgang að fjár­fest­ing­unni sem þarf, því upp­haf­lega fjár­fest­ing­in er marg­ar millj­ón­ir eða tug­ir og jafn­vel hundruð eft­ir því hve svæðið er stórt,“ út­skýr­ir Þröst­ur.

„Þess vegna vant­ar inn í þessa mynd fjár­festa sem eru til­bún­ir að fjár­festa í svona verk­efni á þeim for­send­um að þeir geti náð hluta af þessu til baka með sölu kol­efnisein­inga.“

Í öll­um lands­hlut­um

Hann seg­ir bænd­ur aft­ur á móti eiga landsvæði. Þeir geta kom­ist í sam­band við fjár­festa til að fjár­magna skóg­rækt­ina í gegn­um Yggdras­il Car­bon. „Þeir eru að tengja sam­an bænd­ur sem eiga land og fjár­magnseig­end­ur og búa til verk­efni með þeim.“

Land­eig­and­inn skuld­bind­ur sig þannig til að viðhalda skóg­in­um í að minnsta kosti 50 ár. Þröst­ur seg­ir svæði með ný­skóg­rækt í und­ir­bún­ingi í öll­um lands­hlut­um hér­lend­is og tek­ur fram að Vest­f­irðir séu þar á meðal.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka