Halldór kaupir fyrir 203 milljónir í Regin

Halldór Benjamín Þorbergsson, verðandi forstjóri Regins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, verðandi forstjóri Regins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Benjamín Þorbergsson, verðandi forstjóri Regins, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir samtals rúmlega 203 milljónir króna. Kaupin eru gerð með framvirkum samningum.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Halldór hafi keypt 8 milljónir hluta á genginu 25,4 krónur, eða fyrir samtals 203,2 milljónir. Áttu viðskiptin sér stað í dag.

Í síðustu viku var tilkynnt að Halldór hefði ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og tæki við sem forstjóri Regins. Tekur hann við af Helga S. Gunnarssyni, sem hefur stýrt félaginu frá árinu 2009.

Bréf Regins hækkuðu um 3,2% á föstudaginn, en tilkynnt var um forstjóraskiptin eftir lokun markaða á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK