Hildur Eiríksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka, þar sem hún var áður viðskiptastjóri.
Í tilkynningu segir að Hildur hafi tuttugu ára reynslu af störfum í eignastýringu bæði fyrir Íslandsbanka, Nordea og fleiri fjármálafyrirtæki, á Íslandi og í Lúxemborg.
Hildur hóf fyrst störf hjá Íslandsbanka árið 2000 samhliða námi og útskrifaðist með BSc. árið 2002. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun.