Bílastæði við flugvöllinn uppseld

Aldrei hefur fleiri bílum verið lagt við flugstöðina í Keflavík …
Aldrei hefur fleiri bílum verið lagt við flugstöðina í Keflavík um páska. Uppselt er í stæði Isavia, og það stefnir í það sama hjá Base Parking sem hefur jafn stór svæði til umráða. Eggert Jóhannesson

Isavia tilkynnti um miðjan dag í gær að öll bílastæði væru uppseld um páskana, fólk þyrfti því að leita annarra leiða. Sömu sögu er að segja af bílastæðaþjónustunni Base Parking, sem hefur verið starfrækt frá árinu 2017. Ómar Þröstur Hjaltason, framkvæmdastjóri og stofnandi Base Parking, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að nú stefni í stærstu páska frá upphafi hjá fyrirtækinu. Að hans sögn eru þeir með um það bil jafn mörg stæði og Isavia á sinni könnu. Base Parking býður upp á stæði sem eru stuttan spöl frá vellinum, en viðskiptavinurinn lætur fyrirtækinu bílinn í té í brottfararsalnum og svo eru honum afhentir lyklarnir við heimkomu. Viðskiptavinurinn þurfi því ekki sjálfur að eyða neinum tíma í að leita að stæði.

„Það er alveg ótrúlegt að ná svona miklum fjölda, ég hef áður sagt í fréttum að það væri ekki séns að við myndum ná að fylla stæðin nokkurn tímann, en það er að gerast núna,“ segir Ómar, sem gerir ráð fyrir því að loka fyrir pantanir í dag.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK