Engar eignir fundust í þrotabúi Cintamani ehf. en alls námu kröfur í búið rúmum 250 milljónum króna.
Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í janúar árið 2020 en skiptum lauk 31. mars síðastliðinn.
Einar Karl Birgisson leiddi hóp fjárfesta sem keyptu eignir Cintamani í gegnum félagið Cinta 2020. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri Cintamani. Einar Karl var framkvæmdastjóri gamla félagsins á árunum 2016-2018 en tengist eldri eigendum ekki að öðru leyti.