Þarf að dýpka gjaldeyrismarkaðinn

Aukin þátttaka erlendra aðila mun hjálpa til við dýpkun gjaldeyrismarkaðarins, …
Aukin þátttaka erlendra aðila mun hjálpa til við dýpkun gjaldeyrismarkaðarins, að mati forstjóra Kauphallarinnar. Eggert Jóhannesson

Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell lauk innleiðingu íslenska hlutabréfamarkaðarins í flokk nýmarkaðsríkja þann 20. mars síðastliðinn. Innleiðingin var stigin í þremur skrefum til að forðast skaðleg áhrif á gjaldeyrismarkaði. Fyrri skref innleiðingarinnar voru stigin í september og desember. Innleiðing vísitölunnar gekk þó ekki alveg snurðulaust fyrir sig, því markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöllinni lækkaði um rúma 260 milljarða króna frá miðjum september fram í byrjun október, sem að mestu má rekja til þess að erlendir fjárfestingarsjóðir losuðu sig við stöður í skráðum félögum sem þeir höfðu byggt upp vikurnar á undan.

Færist upp um gæðaflokk

Með innleiðingu má þó segja að íslenski hlutabréfamarkaðurinn hafi færst upp um gæðaflokk. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að innleiðingunni fylgi aukinn trúverðugleiki og gæðastimpill sem styðji stöðu íslenska markaðarins til framtíðar.

„Vísitölusjóðirnir komu inn á markaðinn snurðulaust og það gekk allt saman mjög vel. Þeir hafa fjárfest í íslenskum fyrirtækjum fyrir rúmlega 300 milljónir dollara,“ segir Magnús og bætir við að þá séu ótaldir aðrir erlendir aðilar sem fjárfest hafa í íslenskum fyrirtækjum frá því að innleiðingin hófst.

MSCI næst á dagskrá

Aðilar á markaðir horfa nú til vísitölufyrirtækisins MSCI, og standa vonir til þess að Ísland muni fljótlega færast upp um flokk þar. Árlegt endurmat MSCI á vísitöluflokkunum sínum mun eiga sér stað í júní næstkomandi og þá mun koma ljós hvort íslenski markaðurinn verði tekinn til endurskoðunar.

„Það eru fleiri og stærri sjóðir sem fylgja MSCI-vísitölunni svo það myndi þýða enn meira innflæði en komið er, sem myndi leiða af sér viðbótartrúverðugleika,“ segir Magnús.

Gjaldeyrismarkaðurinn veikur

„Eitt áhyggjuefni FTSE áður en við fórum inn í vísitöluna var að gjaldeyrismarkaðurinn hér væri ekki nógu djúpur og virkur,“ segir Magnús og bætir við að til að komast upp um flokk hjá MSCI þurfi fyrirtækið að hafa sannfæringu fyrir því að gjaldeyrismarkaðurinn sé nógu djúpur, en einnig þarf að halda áfram að stækka markaðinn.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK