Viðskiptahagkerfið hefur verið að styrkjast

Magnús Árni Skúlason hjá Reykjavik Economics er gestur í nýjasta …
Magnús Árni Skúlason hjá Reykjavik Economics er gestur í nýjasta þætti Dagmála. Þar ræðir hann nýja skýrslu um lítil og meðalstór fyrirtæki. Kristófer Liljar

Ný greining Reykjavik Economics sem unnin var fyrir Íslandsbanka sýnir að lítil og meðalstór fyrirtæki réttu nokkuð hratt úr kútnum á árinu 2021 þegar alvarlegustu áhrif heimsfaraldursins voru gengin yfir.

Magnús Árni Skúlason hagfræðingur er gestur í nýjasta þætti Dagmála og ræðir þar niðurstöður skýrslunnar.

„Það er ánægjulegt að það fóru ekki mörg fyrirtæki í gjaldþrot þannig að stuðningsaðgerðir stjórnvalda hafa virkað þótt við séum kannski ekki búin að súpa seyðið af þeim vegna verðbólgu í kjölfar þess að peningamagn í umferð fór mjög vaxandi.“

Flest mjög smá í sniðum

Magnús Árni bendir á þá staðreynd að langflest íslensk fyrirtæki eru afar smá og með veltu undir 250 milljónum króna (95% allra fyrirtækja og skila 50,3% hagnaðarins í kerfinu). Þá séu stórfyrirtæki sem velti meira en milljarði króna aðeins 1,5% heildarfjöldans en skili 40,4% af hagnaði í fyrirtækjahagkerfinu. Magnús Árni segir athyglisvert að sjá að meðalstór fyrirtæki með veltu á bilinu 250-1.000 milljónir króna á ári séu óverulegur hluti kerfisins, 3,5% af heildarfjöldanum og skili aðeins 9,3% af hagnaðinum.

„Fyrirtækjum með meira en milljarð í veltu hefur fjölgað þannig að viðskiptahagkerfið og fyrirtækin í landinu eru sterkari. Það er líka niðurstaða okkar að skuldahlutfall hefur farið lækkandi en hlutfall launa hefur líka hækkað. Laun eru mjög góð hér á landi. T.d. eru laun í Póllandi rétt um helmingur af þeim launum sem eru hér og er þá ekki tekið tillit til framfærslukostnaðar.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK