Félög Skúla högnuðust um 2,1 milljarð

Þrátt fyrir að vera helst þekktur fyrir rekstur Subway á …
Þrátt fyrir að vera helst þekktur fyrir rekstur Subway á Íslandi hefur Skúli Gunnar verið umsvifamikill í ýmsum fasteignaverkefnum og öðrum atvinnufjárfestingum á liðnum árum. Eggert Jóhannesson

Félög í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns skiluðu góðri afkomu á síðasta ári. Samanlagður hagnaður helstu félaga í hans eigu var á síðasta ári um 2,1 milljarður króna og bókfært eigið fé þeirra var í árslok um 2,6 milljarðar króna.

Þrátt fyrir að vera helst þekktur fyrir rekstur Subway á Íslandi hefur Skúli Gunnar verið umsvifamikill í ýmsum fasteignaverkefnum og öðrum atvinnufjárfestingum á liðnum árum.

Fjárfestingar og þátttaka Skúla Gunnars í atvinnulífinu fer helst fram í gegnum tvö félög. Þar er annars vegar um að ræða Leiti eignarhaldsfélag ehf., sem heldur utan um flestar eignir Skúla Gunnars. Félagið á hlut í 17 fasteignum sem metnar eru á tæpa tvo milljarða króna, undir rekstur þess heyra 18 dótturfélög en auk þess hefur félagið fjárfest í öðrum fyrirtækjum og uppbyggingarverkefnum.

Hins vegar er það félagið Suðurhús ehf., sem er í 40% eigu Skúla Gunnars en aðrir eigendur eru kona hans, Sigríður Kolbeinsdóttir, og tvær dætur þeirra sem hver um sig eiga 20% hlut. Suðurhús heldur utan um fasteignaverkefni og aðrar fjárfestingar.

Nánar er fjallað um uppgjör félaganna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK