Vill hætta á toppnum hjá Regin

Helgi S. Gunnarsson hefur sem forstjóri Regins byggt upp eitt …
Helgi S. Gunnarsson hefur sem forstjóri Regins byggt upp eitt stærsta fasteignafélag landsins. Hann lætur nú af störfum sem forstjóri félagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það tekur smástund að finna Helga S. Gunnarsson, fráfarandi forstjóra Regins, á skrifstofu félagsins á þriðju hæð í Smáralind. Gangarnir eru við fyrstu sýn eins og völundarhús í þessu stóra húsi.

Sem fyrr er Helgi fullur af orku og eldmóði nema hvað samtalið snýst nú um farinn veg. Daginn áður var greint frá því að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, yrði næsti forstjóri Regins og við þessi kaflaskil er við hæfi að gera upp ár Helga í forstjórastóli.

Helgi kveikir á fartölvunni og tengir við myndvarpa. Stiklar svo á stóru í sögu félagsins sem er nú með um 370 þúsund fermetra í útleigu og með áform um enn frekari vöxt. Meðal annars mun samstarfið við Klasa um uppbyggingu við Borgarhöfða bæta um 30 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði í eignasafnið, eða hálfri Smáralind.

Nýttu sér tækifærin

Helgi rifjar upp að Reginn varð til úr fullnustueignum hjá Landsbankanum og hafi svo orðið annað skráða félagið í Kauphöllinni eftir hrunið, á eftir Högum, árið 2012. Með skráningu hafi félagið fengið fé til frekari vaxtar, ekki síst með kaupum á öðrum fasteignafélögum en ýmis kauptækifæri hafi þá skapast á markaði. Þessum samrunum hafi fylgt hagræðing og félagið styrkst jafnt og þétt.

Árið 2016 hafi Reginn staðið frammi fyrir því að Hagar ætluðu að breyta sínu verslunarmynstri en verslunarrisinn hafi leigt um annan hvern fermetra í Smáralind, stærstu eign Regins.

Helgi gerði upp þessa sögu í miðopnuviðtali við ViðskiptaMoggann 22. júní síðastliðinn og vegna tímamótanna er við hæfi að forvitnast um manninn að baki þessari miklu uppbyggingu

Húsið yrði hálftómt

„Við sáum fram á að hálft húsið yrði tómt nema við myndum endurhugsa verslunina á Íslandi,“ segir Helgi en til að gera langa sögu stutta fólst lausnin í að fá H&M til landsins. Með því hafi verð á fatnaði á Íslandi lækkað og verslunin færst aftur heim.

Jafnframt hafi krafa H&M um gott verslunarrými í miðborg Reykjavíkur orðið hvatinn að því að Reginn byggði upp verslun á Hafnartorgi.

– Hvernig er þér innanbrjósts?

„Mér finnst gaman að draga vagninn og rækta frumkvöðulinn í mér. Nú finnst mér ég hins vegar vera kominn á þau tímamót að öðruvísi fólk eigi að taka við.“

– Hvenær komstu á þessa skoðun?

„Í fyrrahaust.“

– Þannig að þú hefur óskað eftir starfslokum?

„Já. Ég sagði síðan upp um miðjan febrúar þannig að þau hafa haft þennan tíma til að leita að eftirmanni. Reginn er skráð félag og ég tel ekki rétt að menn séu í áratugi að stýra slíkum félögum. Nú er verkefnið að auka arðsemina með innri vexti.“

Lestu ítarlegt spjall við Helga í ViðskiptaMogganum 5. apríl.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK