Álverð lækkar en er enn hátt í ár

Álverð er enn hátt í sögulegu samhengi, en hefur lækkað …
Álverð er enn hátt í sögulegu samhengi, en hefur lækkað síðasta árið. mbl.is/Golli

Meðalverð á áli í Kauphöllinni með málma í London (LME) var um 2.435 dalir á fyrsta ársfjórðungi í ár. Það er annað hæsta meðalverðið á þessum ársfjórðungi síðustu tíu ár.

Meðalverðið á fyrsta ársfjórðungi árin 2014 til 2023 er sýnt á grafi hér fyrir neðan.

Eins og sjá má sker árið 2022 sig úr í þessu samhengi. Meðalverðið var þá 3.269 dalir eða um 59% hærra en meðalverðið á þessum fjórðungi síðustu tíu ár. Áhrifa kórónuveirufaraldursins gætti þá enn á álmarkaði og svo hafði innrás Rússa í Úkraínu 24. febrúar í fyrra áhrif til hækkunar fyrst um sinn.

Hefur áhrif á hagnaðinn

Meðalverð á áli er því um fjórðungi lægra á fyrsta fjórðungi í ár en á sama fjórðungi í fyrra. Að öðru óbreyttu þýðir það minni hagnað álveranna og Landsvirkjunar eftir metárið í fyrra.

Sólveig Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, segir minni eftirspurn helstu ástæðu þess að álverð hafi lækkað milli ára. Það sé birtingarmynd þess að hægst hafi á hagkerfunum.

„Það var einnig mikil almenn eftirspurn í faraldrinum samhliða erfiðleikum í aðfangakeðjum og flutningum. Því fór saman mikil eftirspurn og framboðsskortur,“ segir Sólveig.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK