Torvelt hefur reynst að nota dropa til þess að flytja lyf inn í mannsaugað. Svo miklir hafa annmarkar slíkrar lyfjagjafar verið að vísindamenn höfðu afskrifað aðferðina fyrir áratugum. Hafa aðrar aðferðir sem fela í sér mun meira inngrip orðið ofan á. Nálum beitt eða hylkjum hreinlega komið inn í augu fólks til þess að leita lækninga.
Tveir íslenskir vísindamenn voru þó ekki reiðubúnir að afskrifa dropana. Þeir Einar Stefánsson læknir og Þorsteinn Loftsson lyfjafræðingur hófu samstarf um 1990 sem miðaði að því að gera lyfjaflutning af yfirborði augans og inn í það mun skilvirkari en áður hefur þekkst. Tæknin tryggir „100 sinnum lengri tíma sem lyfið er á staðnum og með auknum leysanleika eykst hann 10- til 100-falt. Ef þú margfaldar þetta saman þá ertu með 1.000 til 10.000 sinnum meiri lyfjaflutning inn í augað.“
Þanig lýsir Einar Stefánsson grundvallarvirkni þessarar tækni en hann er gestur í nýjasta þætti Dagmála. Fram til þessa hefur verið talið óhugsandi að flytja lyf í formi augndropa í bakhluta augans.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.