Kaupa öll olíu af sama heildsala

Hinrik Örn Bjarnason, forstjóri N1.
Hinrik Örn Bjarnason, forstjóri N1. mbl.is/Sigurður Bogi

Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, greindi frá því í fréttum Ríkisútvarpsins á mánudag að öll íslensku olíufélögin, þ.e. Skeljungur, N1, Olís og Atlantsolía, kaupa olíu frá sama birgi, norska félaginu Equinor, áður Statoil.

Hinrik Örn Bjarnason, forstjóri N1, segir í samtali við ViðskiptaMoggann ástæðuna fyrir því að öll félögin neyðist til að versla við sama birgi vera einfalda.

Agnarlítill markaður

„Við erum svo agnarlítill markaður að flutningskostnaður okkar til landsins væri hrikalega hár ef við værum ekki hjá sama birgi. En Equinor hefur þjónustað íslenska markaðinn um árabil. Equinor er með olíuhreinsistöð á vesturströnd Noregs, það er stutt fyrir hann að fara og hann hefur getað boðið besta verðið undanfarin ár. Stór hluti okkar kostnaðar er flutningur til landsins. Það er ekkert hver sem er sem hefur áhuga á að sigla olíuskipum til Íslands í hvaða veðrum sem er,“ segir Hinrik.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK