Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla Símans og ein radda bifreiðaumboðsins BL, segir að íslenska „raddasamfélagið“ sé ekki stórt. „Líklega eru um 30 manns með nær 99,9% af þessum markaði,“ segir Magnús en ViðskiptaMogginn birtir í dag úttekt á auglýsingaröddum fyrirtækja.
Magnús segir einnig að engar rannsóknir sýni að karlmannsraddir skili meiri söluárangri en kvenmannsraddir.
Tveir af stóru viðskiptabönkunum eru með karlmannsraddir en einn er með kvenmannsrödd. Gísli Örn Garðarsson talar fyrir Landsbankann, Björn Hlynur Haraldsson fyrir Íslandsbanka en Þórunn Lárusdóttir er rödd Arion banka.
Gunnar Árnason hefur tekið upp raddir í þrjá áratugi. Hann segist í úttektinni meðal annars hafa hljóðritað 5.000 auglýsingar fyrir Húsasmiðjuna.