Kvika veitti heildstæða þjónustu

Refined Brands leggur mikla áherslu á endurnýtingu og sjálfbærni.
Refined Brands leggur mikla áherslu á endurnýtingu og sjálfbærni.

Í febrúar árið 2021 keypti hópur fjárfesta undir forystu Bens Barnetts, stjórnarformanns Refined Brands, enska smásölufyrirtækið Celtic & Co með hjálp Kviku banka. Það lá því beinast við að leita aftur til bankans þegar næstu kaup voru ákveðin.

„Þegar við fórum aftur af stað níu mánuðum síðar og keyptum þrjú fyrirtæki til viðbótar var rökrétt framhald að vinna aftur með Kviku. Bæði lánaði bankinn okkur fé til kaupanna og fjárfesti í félaginu, auk þess að veita ráðgjöf varðandi fjárhagsskipun og annað. Við fengum heildstæða þjónustu, sem okkur þótti mjög þægilegt,“ segir James Williams forstjóri félagsins í samtali við ViðskiptaMoggann.

James Williams forstjóri Refined Brands.
James Williams forstjóri Refined Brands.

Williams og Barnett segja að Kvika hafi reynslu og þekkingu af breska markaðnum og ástríðu fyrir smásölu. Það hafi hjálpað mikið til.

„Við erum smár aðili á breska smásölumarkaðnum og það hentaði okkur vel að fá fulla þjónustu frá fjárfestingarbanka eins og Kviku.“

Ben Barnett stjórnarformaður félagsins.
Ben Barnett stjórnarformaður félagsins.

Næg tækifæri

Aðspurður segir hann að Refined Brands, sem í dag veltir jafnvirði sjö milljarða íslenskra króna á ári, muni halda áfram að vaxa með uppkaupum. Næg tækifæri fyrirfinnist í þeim geira markaðarins sem félagið starfar á, á sviði menningarklæðnaðar (e. Heritage Clothing), þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Áfram verði haldið á næstu 12 mánuðum í samstarfi við Kviku, þótt ekki verði sami asinn á og verið hefur síðustu sex mánuði.

„Þetta hefur verið mikil vinna. Við tökum þetta aðeins hægar næstu mánuði,“ segir Barnett og brosir.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK