„Einkaleyfið hjálpar okkur að vernda tæknina“

Ingvar Hjálmarsson, framvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical.
Ingvar Hjálmarsson, framvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical.

Nox Medical hefur fengið samþykkt einkaleyfi hjá Einkaleyfa- og vörumerkjastofu Bandaríkjanna á tækni til að greina orsakir kæfisvefns með heimasvefnsmælingu. 

Nox Medical er íslenskt hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma

Talið er að tæplega 18 milljónir manna þjáist af kæfisvefni í Bandaríkjunum og um einn milljarður manna á heimsvísu, en einkaleyfið sem Nox Medical hefur tryggt sér byggir á úrvinnslu öndunarmerkja sem eru fengin í gegnum öndunarbelti sem fyrirtækið hefur þróað.

Einkaleyfið er hluti af röð umsókna sem Nox Medical hefur lagt fram til að vernda hugverk fyrirtækisins, tengd tækninni sem beltin byggja á. Ingvar Hjámarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar Nox Medical, segir einkaleyfið mikilvægt skref til framtíðar fyrir fyrirtækið. 

„Einkaleyfið hjálpar okkur að vernda tæknina sem við höfum fjárfest í og munum byggja vörur okkar á til framtíðar litið,“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK