Prentsmiðja þrotabús Torgs til sölu

Prentsmiðja Torgs ehf. er til sölu.
Prentsmiðja Torgs ehf. er til sölu.

Prentsmiðja þrotabús Torgs ehf. er til sölu ásamt rekstrarvörum. Prentsmiðjan er auglýst til sölu á vef lögmannsstofunnar Lex, en Óskar Sigurðsson, lögmaður á Lex, er skiptastjóri búsins. Heimildir mbl.is herma einnig að þrotabúið hafi kallað inn tölvubúnað starfsmanna Torgs en tölvupóstur þess efnis var sendur út í gær. 

Greint var frá gjaldþroti Torgs hinn 31. mars síðastliðinn og var Fréttablaðið og Hringbraut lagt niður. Fréttamiðilinn DV héldi áfram störfum. 

Boðið að kaupa tölvurnar af búinu

Um er að ræða blaðaprentvél sem sá m.a. um prentun á Fréttablaðinu og fleiri miðlum auk pappírs og rekstarvara. Prentsmiðjan er í Suðurhrauni í Garðabæ. 

Hvort tölvubúnaðurinn sem skiptastjóri kallaði eftir fylgir kaupunum er óljóst. Voru starfsmenn með tölvubúnað í eigu Torgs beðnir um að skila þeim inn í síðasta lagi í dag eða kaupa vélina af búinu á lága fjárhæð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka