Langdrægar flugvélar flestra kosta

Við höfðum um góða kosti að velja, segir Jens Bjarnason …
Við höfðum um góða kosti að velja, segir Jens Bjarnason um kaup mbl.is/Sigurður Bogi

Langdrægni og möguleikar á flugi til nýrra og fjarlægra áfangastaða, réðu miklu um viljayfirlýsingu Icelandair um kaup félagsins á 13 flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og rétt til að kaupa 12 vélar til viðbótar.

„Við höfðum um góða kosti að velja, það er að taka Airbus eða Boeing og vorum með hvort tveggja í virkri skoðun fram á lokastundu. En nú liggur ákvörðun fyrir, niðurstaða sem ég mér virðist ánægja með, bæði innan fyrirtækisins og úti í samfélaginu,“ segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair.

Fyrst fær Icelandair frá Airbus vélar af gerðinni A321LR eftir tvö ár; fjórar leiguvélar og svo fleiri slíkar sem bætast við til ársins 2029 þegar A321XLR-vélarnar, sem félagið fær til eignar, verða afhentar. Kaupverð er ekki gefið upp en ljóst er að umfang viðskiptanna hleypur á tugum milljarða króna.

Mikill áhugi í flugheiminum

Síðastliðna áratugi hefur Icelandair einvörðungu gert út Boeing og verið með um 30 slíkar flugvélar. Þar með eru taldar þrettán vélar af gerðinni 757 sem á allra næstu árum verður skipt út fyrir Airbus. Icelandair verður þó áfram næsta áratuginn hið minnsta með Boeing 737 Max-8 og Max -9; eru nú þegar komið með á annan tug slíkra í flotann, fjórar bætast við á vordögum og fleiri á næsta ári.

Stóru tíðindin eru þá einmitt þau að framvegis verður Icelandair með tvær tegundir í stað þess að vera einvörðungu með Boeing.

Airbus er einn stærsti flugvélaframleiðandi í heimi, með höfuðstöðvar í Toulouse í Frkklandi. Í verksmiðjum félagsins eru framleiddar vélar af ýmsum gerðum og á næsta ári eru þær fyrstu af gerðinni Airbus A321XLR væntanlegar. Nokkur flugfélög hafa þegar lagt inn pantanir fyrir slíkum vélum og áhugi í flugheiminum er mikill.

„Boeing gat boðið Icelandair Max-vélar sem sannarlega hafa reynst okkur vel og verða í mikilvægu hlutverki næsta áratuginn. Nýju Airbus-vélarnar höfðu þó vinninginn sé horft til þróunar leiðakerfisins; það er flugs á löngum leiðum sem ekki yrði fært til á Boeing nema á breiðþotum, sem eru eyðslufrekar, stórar og þungar. Þetta eru langir leggir sem verða vel færir Airbus A321XLR sem hefur 8.700 kílómetra drægni,“ segir Jens.

Nánar var fjallað um málið í Morgunblaðinu í gær.

Airbus ofar skýjum.
Airbus ofar skýjum. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK