Mun auka aðgengi fátæks fólks að augnlækningum

Sú tækni sem íslenska auglækningafyrirtækið Oculis hefur þróað mun opna á læknismeðferðir við augnsjúkdómum í þriðja heiminum þar sem þeim hefur ekki verið til að dreifa fram til þessa. Þetta bendir Einar Stefánsson, prófessor emeritus og annar tveggja stofnenda Oculis á í viðtali í Dagmálum.

„Kostirnir eru margskonar. Þetta er ódýrara og auðveldara og þetta eykur líka mjög aðgengi sjúklinga að lyfjagjöf. Í fyrsta lagi getur þú sagt í íslensku umhverfi, við erum með mjög öflugt heilbrigðiskerfi og getum gert flesta hluti þannig að hér fær fólk sprautu í augað ef það þarf þess. En við munum í einhverjum tilvikum getað boðið fólki upp á valkost. Við getum gefið þér sprautu en við getum líka meðhöndlað þig með augndropum.“

Er það í raun valkostur?

„Já það er valkostur. Þú getur velt fyrir þér hvorn þú myndir velja en það er valkostur. Svo fer að eftir því hvaða lyf við erum að tala um og annað slíkt þannig að þetta er flóknari spurning.“

Hann bendir á að tækni Oculis opni einnig fyrir meðferð víðar í heiminum þar sem aðgengi hefur verið takmarkað.

„Ef þú ferð til dæmis til Indlands eða Kína þar sem eru 100 milljón manns í hvoru landi með sykursýki. Við erum einmitt að prófa lyf við augnsjúkdómi sykursýki. Þar hefur heilbrigðiskerfið ekki umfang til þess að bjóða öllum upp á sprautur sem þurfa á því að halda. Þannig að fólk sem vegna búsetu, fátækar, aðgengisleysis að heilbrigðisþjónustu, myndi aldrei geta fengið lyf með sprautu því það þarf jú lækni og aðstöðu og annað slíkt. Það getur fengið augndropana afgreidda út í þorpið sitt. Þetta getur því haft gríðarlega jákvæð áhrif á lýðheilsu og aðgengi allra að þeirri meðferð sem það þarf.“

Ekki lítæknilyf

Nú er stundum rætt um líftæknilyf og þau eru aðeins fyrir hina ríkustu eða best tryggðu. Hefur þessi nanótækni sem þið hafið þróað ekki svo dýr og flókin að verðmiðinn á þessum augndropum rjúki upp úr öllu valdi?

„Nei hún er það nefnilega ekki. Merkilegt nokk er þetta tiltölulega ódýrt. Þetta er ekki líftæknilyf, það eru jú prótínlyf yfirleitt þegar talað er um líftæknilyf og þau eru miklu flóknari í framleiðslu og þess vegna dýr í framleiðslu. Oculis er reyndar með í sinni línu af vörum að þróa líftæknilyf líka sem er utan við okkar tækni en það er einfaldlega dýrari aðferð. En okkar tækni er skikkanleg í framleiðslukostnaði. Þetta gefur því ekki aðeins ríkari þjóðum og sjúklingum valkosti. Það gefur líka þriðja heiminum, Kína, Indlandi og svoleiðis tækifæri á að meðhöndla fólk sem annars ætti ekki kost á því.“

Viðtalið við Einar má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK